Skilmálar

Skilmálar

Heimiliskyrrd.is áskilur sér rétt til að hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvarlaust

Heimiliskyrrd.is birtir allar upplýsingar með fyrirvara um bilanir, prentvillur og innsláttarvillur í texta, verði og myndum. Ennfremur áskilur seljandi sér rétt til að aflýsa í heild eða að hluta til pöntun kaupanda ef varan er uppseld eða ef hann getur af einhverjum ástæðum ekki afhent tiltekna vöru

Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis

Verð

Við áskiljum okkur fullan rétt vegna fyrirvaralausra verðbreytinga svo og vegna prentvillna á netsíðu okkar heimiliskyrrd.is

Pantanir með heimsendingu eru með Dropp

Greitt á netinu

Hægt er að greiða með helstu Visa og Mastercard

Upplýsingar viðskiptavina

Heimiliskyrrd.is ábyrgist kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum. Ef kaupandi velur að fá send tilboð í tölvupósti mun seljandi þá aðeins nota þær upplýsingar sem til þessþarf.

Útsölur og vöruskil

Kaupandi getur skilað vöru innan 14 daga, valið nýja vöru eða fengið vöruna endurgreidda að fullu. Við skil á vöru þarf hún að vera í upprunalegu ástandi. Ef varan uppfyllir ekki væntingar kaupanda varðandi gæði eða lit getur kaupandi skilað vörunni innan 14 daga, varan þarf að vera ónotuð, með öllum merkjum og í upphaflegri pakkningu. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið.Vinsamlega sendið tölvupóst á netfangið info@heimiliskyrrd.is áður en vöru er skilað

Sé varan gölluð hvetjum við kaupanda til að hafa samband við okkur svo við getum leyst málið í sameiningu. Sé gallaðri vöru skilað fæst sendingarkostnaður endurgreiddur
Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við meðfylgjandi sendingarkostnað sem um ræðir, eða endurgreiðum vöruna ef þess er krafist

Ekki er hægt að skila útsölu- eða tilboðsvörum

Inneignarnótur

Við vöruskil á viðskiptavinur rétt á að fá afhenta inneignarnótu ef ný vara er ekki tekin upp í þá vöru sem skilað er. Gildir ekki um vöru sem keypt er á útsölu.

Lög og varnarþing

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur